Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson mun leika með Phoenix Suns í sumardeild NBA deildarinnar nú í sumar samkvæmt heimildum Körfunnar.

Jón Axel lék á síðasta tímabili í þýsku úrvalsdeildinni. Þar áður hafði hann verið í bandaríska háskólaboltanum með Davidson, en á síðasta ári sínu þar skilaði hann 15 stigum, 7 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik

Sumardeild þessa árs verður 8.-17. ágúst í Las Vegas, en þar mæta öll lið deildarinnar með unga og upprennandi leikmenn sem fá að spreyta sig í minnst 5 leikjum og einhverjir fá samninga í framhaldi.