Fyrstu deildar lið ÍR hefur framlengt samningum sínum við þær Arndísi Þóru Þórisdóttur og Kristínu Maríu Matthíasdóttur. Þá hefur félagið einnig ráðið Sigríði Antonsdóttur til þess að vera aðstoðarþjálfari Kristjönu Eir Jónsdóttur á næsta tímabili.

Tilkynning:

Arndís Þóra Þórisdóttir og Kristín María Matthíasdóttir hafa framlengt samninga sína við körfuknattleiksdeild ÍR.
Sigríður Antonsdóttir hefur einnig verið ráðin aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna.
Frábærar fréttir fyrir ÍR að halda þessum öflugu konum á parketinu og í þjálfarateyminu