Undir 16 ára lið stúlkna er komið til Kisakallio í Finnlandi þar sem að Norðurlandamótið 2021 fer fram dagana 1.-5. ágúst. Stúlkurnar hefja leik á morgun kl. 11:15 gegn Eistlandi, en leikirnir verða í beinni útsendingu, tölfræðilýsingu og þá verður einnig fréttaflutningur af þeim hér á Körfunni.

Hérna er 12 manna landslið undir 16 ára stúlkna

Hérna er skipulag leikja á mótinu

Karfan spjallaði við þjálfara liðsins Ingvar Þór Guðjónsson um liðið, aðstæðurnar og Norðurlandamótið.