Tvíburabræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir hafa samið við Vestra um að leika með liðinu í úrvalsdeild karla á komandi tímabili.

Þeir bræður eru uppaldir hjá Vestra en gengu til liðs við Stjörnuna fyrir síðasta tímabil. Þeir voru svo lánaðir aftur til Vestra seinnihluta síðasta tímabils og áttu stóran þátt í því að tryggja félaginu sæti í úrvalseildinni í vor.

Þessa dagana æfa þeir af kappi með U-20 landsliði Íslands sem leikur einmitt undir stjórn þjálfara Vestra, Pétri Má Sigurðssyni.