Hin gífurlega efnilega Tinna Guðrún Alexandersdóttir hefur samið við Hauka um að leika með þeim næstu tvö tímabil í úrvalsdeild kvenna. Tinna, sem er í 18 ára landsliðinu, kemur til liðsins frá niðurlögðu liði Snæfells. Með þeim skilaði hún 13 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, en þrátt fyrir ungan aldur hún var meðal 15 framlagshæstu íslensku leikmönnum deildarinnar.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Hauka og Tinna Guðrún Alexandersdóttir hafa gert með sér samkomulag um að Tinna Guðrún spili með Haukum næstu tvö árin.Tinna Guðrún er 18 ára og kemur úr Stykkishólmi. Hún þykir mikið efni og var að skila 12.8 stigum, 3.6 fráköstum og 1.6 stoðsendingu að meðaltali með Snæfell í Domino’s deildinni á síðustu leiktíð.Haukar bjóða Tinnu velkomna í fjörðinn.

Mynd / Haukar