Guðrún Ósk Ámundadóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari Skallagríms. Staðfestir hún þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag. Guðrún var með Skallagrímsliðið í tvö tímabil, en á því fyrr tókst þeim að vinna bikarmeistaratitilinn. Tímabilið á undan var hún aðstoðarþjálfari þeirra. Þar áður var hún leikmaður liðsins, en ásamt Skallagrím hafði Guðrún einnig leikið með Haukum og KR í efstu deild á Íslandi.