Þrátt fyrir að engin körfubolti sé spilaður þessa dagana á Íslandi eru lið í efstu deildum að safna liði og styrk fyrir komandi átök. Í dag tilkynnti Stjarnan að liðið hefði samið við Shawn Hopkins um að leika með liðinu á komandi leiktíð.

Shawn er fæddur og uppalinn í Finnlandi, nánar tiltekið í heimabæ takkasímans sem flestir þekkja vel, Nokia. Hann er hávaxinn framherji sem getur skotið boltanum. Hann hefur allan sinn atvinnumannaferil leikið með uppeldisfélagi sínu BC Nokia fyrir utan síðasta tímabil er hann lék með liðinu Tampereen Pyrinto sem endaði í öðru sæti deildarinnar.

Eining lék hann fjögur ár í Bandaríkunum við University of Troy. Hopkins á að baki nokkra landsleiki með landsliði Finnlands og var til að mynda í hóp Finnlands í síðasta landsliðsglugga.

Tilkynningu Stjörnunnar má finna hér að neðan:

Stjarnan hefur samið við finnskan skotbakvörð sem heitir þvi rammfinnska nafni Shawn Hopkins um að leika með liðinu næsta tímabil.

Shawn er fæddur í Nokia í Finnlandi árið 1995 og því 26 ára gamall. Eftir háskólanám í Bandaríkjunum lék hann eitt tímabil með uppeldisfélaginu BC Nokia en lék á síðasta tímabili með Tampereen Pyrinto sem endaði í öðru sæti í finnsku deildinni. Hann átti flott tímabil með liðinu í fyrra, skoraði 13,8 stig og var með 4,1 frákast og var að hitta vel fyrir utan línuna eða 37,8%. Hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Finnlands og er í dag fastamaður finnska landsliðsins og hefur leikið 13 landsleiki fyrir Finnland.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur tilþrif frá kappanum. Greinilega mikill íþróttamaður sem getur sett boltann ofan í körfuna. Ekki ólíklegt að boðið verði uppá nokkur alley-oop í Garðabænum í vetur!