Elísabeth Ýr Ægisdóttir hefur samið við Hauka um að spila með liðinu næstu tvö árin.

Elísabeth gekk til liðs við Hauka frá Grindavík fyrir síðasta tímabil og lék 27 leiki með félaginu í deildar- og úrslitakeppni þar sem hún var með 3,0 stig og 4,8 fráköst að meðaltali í leik. Hún var valin besti ungi leikmaður deildarinnar í lokahófi KKÍ eftir tímabilið.