Leikmaður Keflavíkur Dean Williams hefur samið við Saint Quentin um að leika með liðinu á næsta tímabili. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag, en Saint Quentin leika í næstefstu deild í Frakklandi, Pro B.

Dean kom til Keflavíkur fyrir síðasta tímabil og lék því tvö tímabil fyrir deildarmeistarana og var hann á því seinna valinn besti erlendi leikmaður deildarinnar á lokahófi KKÍ. Í 32 leikjum með Keflavík á 2020-21 tímabilinu skilaði hann 18 stigum, 11 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 vörðum skotum að meðaltali í leik.