Véfréttin fékk til sín Hörð Unnsteinsson, NBA sagnfræðing í morgunspjall.

Úrslitin, matchupin, tölfræðin, örlagaríkt hlutkesti, saga liðanna í úrslitum, hvor græðir meira á titli Paul eða Giannis og margt fleira. Þá fór Hörður yfir topp 5 lélegustu úrslitakeppnisframmistöður nýkjörinna MVP leikmanna. Lokuðu þessu svo á spám og fréttum undanfarinna daga.

Boltinn Lýgur Ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram. Þá er Lykill fjármögnun einnig aðalstyrktaraðili.