Undir 20 ára karlalið Íslands lagði Finnland í dag í leik um þriðja sæti Norðurlandamótsins 2021 í Tallinn í Eistlandi.

Leikur dagsins var nokkuð sveiflukenndur þar sem að Finnland var með 5 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, en þegar í hálfleik var komið hafði Ísland tekið forystuna, 51-45. Það forskot náðu þeir svo meira og minna að halda í fram á lokamínútur leiksins. Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð spennandi í lokin, en að lokum voru það tvö vítaskot Ástþórs Svalasonar sem tryggðu Íslandi sigurinn og þriðja sætið.

Tölfræði leiksins

Atkvæðamestur fyrir Ísland í dag var Ástþór Svalason með 15 stig og 3 stoðsendingar. Þá bætti Sveinn Búi Birgisson við 13 stigum og 6 fráköstum.