Hamar/Þór hefur samið við hina bandarísku Astaja Tyghter um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild kvenna. Astaja er 25 ára, 175 cm bakvörður sem kemur til liðsins frá Baerum í Noregi. Með Baerum á síðasta tímabili skilaði hún 16 stigum, 12 fráköstum, 3 stoðsendingum, 4 stolnum boltum og vörðu skoti að meðaltali í leik, en hún var samkvæmt Eurobasket leikmaður tímabilsins í Noregi. Áður en hún fór til Noregs lék hún í bandaríska háskólaboltanum með liði Tampa, en þetta mun verða hennar þriðja tímabil sem atvinnumaður.