Arna Hrönn til Pacific Lutheran

Leikmaður Skallagríms Arna Hrönn Ámundadóttir mun halda vestur um haf og ganga til liðs við Pacific Lutheran háskólann í Washington ríki Bandaríkjanna fyrir næsta tímabil. Er það umboðsskrifstofan ANSAathletic sem staðfestir það. Arna hefur síðustu ár leikið með uppeldisfélagi sínu í Skallagrím í úrvalsdeildinni sem og með Vestra á venslasamning á síðasta tímabili í fyrstu deildinni.

Tilkynning:

Arna Hrönn Ámundadóttir heldur utan í nám nú í haust til Pacific Luther háskólans (PLU) í Tacoma í Washington ríki. Arna mun læra alþjóðamál með tölvunarfræði sem aukafag ásamt því að spila með körfuknattleik með náminu. PLU er rúmlega 3 þúsund manna háskóli sem er viðurkenndur sem skóli sem leggur mikla áherslu á sjálfbærni í náminu og allri starfsemi skólans. Arna hefur spilað allan sinn feril með Skallagrím ásamt því að spila með Vestra á venslasamning í 1. deildinni, mun eins og segir spila með liði PLU sem keppir í Northwest deildinni á vesturströndinni. Þess má geta að Arna er fyrsti körfuknattleiksmaðurinn sem fer utan að tilstuðlan ANSAthletics og óskum við henni alls hins besta í spennandi háskólanámi og á vellinum næsta tímabil. Hér er mynd af Örnu þegar hún skrifar upp á samkomulag um að spila með skólanum.