Anna Soffía Lárusdóttir hefur samið við Breiðablik um að leika með liðinu á komandi tímabili í úrvalsdeild kvenna. Anna kemur til liðsins frá Snæfell, en þar var hún í lykilhlutverki er liðið bjargaði sér frá falli á síðasta tímabili. Þrátt fyrir björgunina var sú ákvörðun tekin að leggja liðið niður. Á síðasta tímabili skilaði Anna 15 stigum og 7 fráköstum að meðaltali í leik.

Tilkynning:

Kkd. Breiðabliks hefur samið við Önnu Soffíu Lárusdóttur um að spila með Breiðablik á næsta tímabili.
Anna Soffía hefur spilað allan sinn feril með liði Snæfells þar sem hún hefur verið í lykilhlutverki.


Anna Soffía átti frábært tímabil í fyrra með Snæfelli og var næst stigahæsti íslenski leikmaður úrvalsdeildar kvenna með 14,5 stig að meðaltali í leik. Hún var auk þess með 6,5 fráköst og er ofarlega í flestum tölfræði þáttum á síðasta tímabili.


Þetta er gríðarlega mikill fengur fyrir lið Breiðabliks og sýnir metnaðinn hjá deildinni og það að félagið sé tilbúið að stíga næstu skref og komast í úrslitakeppnina og fara að spila um titla.


Þjálfari liðsins, Ívar Ásgrímsson sagðist vera gríðarlega ánægður með þessa ráðningu og sagði að félagið væri að fá einn sterkasta íslenska leikmann deildarinnar og að þessi ráðning myndi hjálpa félaginu að taka næstu skref framm á við.