Undir 20 ára lið kvenna lagði í dag heimakonur í Svíþjóð í Stokkhólmi á þriggja liða mótinu sem Finnland er einnig þáttakandi í.

Áður hafði liðið tapað fyrsta leiknum fyrir Finnlandi áður en liðið vann hitt lið Svíþjóðar í gær. Leikurinn í dag var svo lokaleikur mótsins þar sem sigur hafðist.

Svíarnir voru sterkari aðilinn í upphafi leiks í dag. Liðið leiddi 20-16 eftir fyrsta leikhlutann en eftir það sneri Ísland leiknum sér í hag með frábærum varnarleik. Staðan í hálfleik var 31-33. Það var svo í fjórða leikhluta sem Íslensku stelpurnar slitu sig endanlega frá þeim sænsku og lönduðu góðum 61-71 sigri í lokaleik mótsins.

Atkvæðamest fyrir Ísland í dag var Anna Ingunn Svansdóttir sem áttu hreint stórkostlegan leik og endaði með 32 stig, þar af sex þriggja stiga körfur auk þess að taka sex fráköst. Þá var Ásta Júlía Grímsdóttir með öfluga tvennu, 12 stig og 13 fráköst. Sigrún Björg Ólafsdóttir daðraði þá við þrennuna og endaði með 9 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst.

Viðtal eftir leik: