Undir 20 ára karlalið Íslands mátti þola tap í dag fyrir Svíþjóð á Norðurlandamótinu í Tallinn, 76-80.

Leikur dagsins sá annar sem liðið tapar á þessu fjögurra liða móti og munu þeir því að öllum líkindum leika um þriðja sætið á morgun.

Líkt og tölurnar gefa til kynna mátti ekki miklu muna á liðunum í dag. Ísland leiddi í hálfleik með 7 stigum, 40-33 og fyrir fjórða leikhlutann höfðu þeir bætt við forystuna og voru 11 yfir, 64-53. Fjórði leikhlutinn þeirra var svo agalegur, töpuðu honum með 15 stigum, 12-27 og leiknum með 4 stigum, 76-80.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í dag var Styrmir Snær Þrastarson með 24 stig og 12 fráköst. Þá bætti Þorvaldur Orri Árnason við 13 stigum og 5 fráköstum.

Tölfræði leiks