Verðlaunahátíð KKÍ fór fram í dag á Grand Hótel. Á hátíðinni voru veitt verðlaun fyrir efstu tvær deildir karla og kvenna, þar sem að meðal annars lið ársins og leikmenn ársins voru valdir.

Sara Rún Hinriksdóttir var valinn leikmaður ársins 2021, en hún var ekki á svæðinu til þess að taka á móti viðurkenningunni. Karfan spjallaði við Helenu Sverrisdóttur sem var ásamt Söru, Hildi Björgu Kjartansdóttur, Isabellu Ósk Sigurðardóttur og Þóru Kristínu Jónsdóttur í úrvalsliði tímabilsins.