Domino’s deild karla er lokið veturinn 2020-2021. Síðasti leikur tímabilsins fór fram í kvöld í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn þegar heimamenn í Þór tóku á móti Keflavík. Þórsarar gátu með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins, en Keflavík freistaði þess að jafna einvígi liðanna í 2-2 og tryggja sér oddaleik í Keflavík á sunnudag.

Ef þú hefur lesið þessa frétt þokkalega gaumgæfilega fram að þessu þá ættirðu að hafa áttað þig á því að það tókst ekki. Þórsarar eru Íslandsmeistarar 2021! Til hamingju Þór!

Umfjöllun og viðtöl koma síðar í kvöld.