Tveir leikir fóru fram samkvæmt keppnisdagatali KKÍ í kvöld. Í 1. deild kvenna áttust Njarðvík og Grindavík við í þriðja leik liðanna um laust sæti í Domino’s deild kvenna. Með sigri gátu Njarðvíkingar tryggt sér sæti í Domino’s deildinni að ári. Grindvíkingar náðu hins vegar að halda vonum sínum á lífi með sigri í Njarðtaksgryfjunni, 63-68. Umfjöllun um leikinn má lesa hér.

Í Þorlákshöfn áttust svo við Þórsarar og Stjörnumenn úr Garðabæ. Einvígi liðanna var jafnt eftir fjögurra stiga sigur Þórsara síðasta föstudag. Leikur liðanna í kvöld var hins vegar allt annað en jafn, Þórsarar hreinlega pökkuðu gestum sínum úr Garðabæ saman með 23 stiga sigri, 115-92.

Umfjöllun og viðtöl síðar.