Einn leikur fór fram skv. keppnisdagatali KKÍ í kvöld. Sá leikur var heldur ekki af verri endanum þegar KR-ingar tóku á móti Keflavík að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur.

Keflavík vann fyrsta leik liðanna í einvíginu suður með sjó og gátu því komið sér í ansi vænlega stöðu í einvíginu með sigri, á meðan KR-ingar freistuðu þess að jafna rimmuna.

Keflvíkingar höfðu tögl og hagldir í leik kvöldsins og svo fór að lokum að gestirnir úr Reykjanesbæ unnu níu stiga sigur, 82-91. Umfjöllun og viðtöl síðar í kvöld.