Þór lagði Keflavík í gær í fjórða leik úrslitaeinvígis liðanna í Dominos deild karla. Með sigrinum tryggði Þór sér sigur í einvíginu, 3-1 og þar með fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins.

Einlæg gleðin skein af hverju andliti íbúa Þorlákshafnar í gærkvöldi er Þór Þ lyfti Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn er liðið tryggði sér sigur í úrslitaeinvígi Dominos deildar karla gegn Keflavík. Eftir nokkuð sannfærandi frammistöðu í leik gærkvöldsins lyfti Þór Þ Sindrastálinu til lofts.

Twitter var að sjálfsögðu líflegt eftir leik gærkvöldins og má finna það helst hér að neðan: