Vestri tekur á móti Hamri í kvöld í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi fyrstu deildar karla. Úrslit í einvíginu gætu ráðist í kvöld.

Fyrsta leik seríunnar vann Hamar á heimavelli í Hveragerði áður en Vestri jafnaði einvígið í leik tvö á Ísafirði. Leik þrjú sigraði svo Vestri í Hveragerði og tók þar með forystu í einvíginu

Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki mun fylgja deildarmeisturum Breiðabliks upp í efstu deild á næsta tímabili. Vestri getur því tryggt sér sæti í efstu deild með sigri í kvöld. Hamar er aftur á móti með bakið uppvið vegg og þarf á sigri að halda til að tryggja oddaleik sem fram færi á sunnudagskvöld í Hveragerði.

Leikur dagsins

Fyrsta deild karla:

Vestri – Hamar – kl. 20:00

Vestri leiðir einvígið 2-1