Hattarmenn hafa samið við Bandaríkjamanninn Tim Guers um að leika með félaginu í 1. deild karla á komandi leiktíð.

Guers, sem er 25 ára og 190 cm bakvörður, lék með Saint Anselm háskólanum þar sem hann var með 21,9 stig, 7,5 fráköst og 5,5 stoðsendingar á lokaárinu. Hann mun leika með Thang Long Warriors í Víetnam í sumar en hefur auk þess leikið í Lúxemborg.