Þór lagði Keflavík í kvöld í öðrum leik úrslitaeinvígis liðanna í Dominos deild karla. Með sigrinum eru Þórsarar komnir með 2-0 forskot í einvíginu og geta með sigri í næsta leik tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Þriðji leikur liðanna er komandi þriðjudag 22. júní í Keflavík.

Gangur leiks

Fyrri hálfleikur

Þór mætti mun öflugra til leiks í vörn og sókn og leiða eftir fyrri hálfleik með tíu stigum 47-37. Keflavík virtist ekki mæta þeim á fullum krafti í vörninni og áttu erfitt uppdráttar á móti fersku þórsurum sem virtust geta spilað á fleirr mönnum. Auk þess sem menn eins og Drungilas var öflugur setti tvo þrista í röð og helt aftur af Milka sem elfdist þó undir lok hálfleiksins.

Atkvæðamestir í fyrri hálfleik hjá þór voru Larry Með 13 stig og 5 fráköst. Hjá keflavík er Milka með 11 stig og 6 fráköst. Enginn villuvandræði hjá Keflavík en hjá þór eru Dabbi Kóngur með 3 og Halldór Garðar líka.

Seinni hálfleikur

Keflavík mæta líkari sjálfum sér í byrjun seinni hálfleiks og spila hörku vörn og sókn og ná að minnka munnin og komast yfir í fjórða. Meðan Þór virðist vera í smá basli. En Þórsarar koma til baka og setja stórar körfur. Keflavík gefa stóru mönnum skot fyrir utan þar sem Adomas þakkar pennt fyrir sig með 60% skotnýtingu í þriggja stiga eða 18 stig fyrir utan línuna. Leikurinn endar 88-83 og Þór frá Þorlákshöfn kemst í 2-0 í seríunni

Tölfræðin lýgur ekki

Skotnýting Þór 48% Keflavík 44%. Fráköst Þór 38 Keflavík 34. 110 framlag hjá Þór og 96 hjá Keflavík. Ekki mikill munur á liðunum í dag en munur samt.

Atkvæðamestir

Adomas Drungilas var maður leiksins og var með 6 af 10 í þristum. 29 stig ,7 fráköst og 33 í framlag. Larry Thomas skilaði 20 stigum og átti frábæran leik auk alls þórs liðsins. Hjá Keflavík var Burks með 27 stig 32 í framlag og Milka með 19 stig og 25 í framlag.

Hvað svo

Keflavík sýndi sitt rétta andlit í leiknum en ekki nógu lengi. En enginn skal afskrifa þá því þó þeir hafi tapað 2 leikjum í röð þá unnu þeir 18 í röð í vetur. Eru vel mannaðir og mjög sterkir. Þórsarar þurfa að mæta rétta stilltir til keflavíkur í leik þrjú og er enginn vafi á að Lárus kemur tilbúin til leiks með sitt skipulag. Frábær sería.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

Umfjöllun, viðtöl / Magnús Elfar