Þór lagði Keflavík í kvöld í fjórða leik úrslitaeinvígis liðanna í Dominos deild karla. Með sigrinum tryggði Þór sér sigur í einvíginu, 3-1 og þar með fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins.

Fyrir leik

Keflavík er að mæta eftir að hafa náð vopnum sínum eftir síðasta leik í keflavík og er staðan því 2-1 fyrir Þór. Þórsarar geta tryggt sér sinn fyrsta titil í sögunni í kvöld eða Keflavík komið þessu í oddaleik Stemningin er rafmögnuð klukkustund fyrir leik.

Fyrri hálfleikur

Þór er yfir 43-40 eftir hörku fyrri hálfleik en þór var með 29% skotnýtingu í fyrsta leikhluta. Keflavík byrjaði á hörkuvörn en náðu ekki að slíta Þórsara frá sér en Burks er stigalaus í fyrri hálfleik og kominn með 3 villur. Gott að eiga hann inni fyrir seinni hálfleik. Mikið kapp er komið í menn en Halldór Garðar var rekin útúr húsi í öðrum leikhluta.

Atkvæðamestir eftir fyrri hálfleik Davíð Arnar með 12 stig fyrir Þór og Milka með 19 stig hjá Keflavík. Hjá þór er Halldór kominn útúr húsi, Larry og Ragnar með 3 villur. Hjá keflavík er Arnór með 4 Reggie og Burks með 3. Bæði lið í 40% skotnýtingu

Seinni hálfleikur

Milka er að draga vagninn hjá Keflavík í stigaskorun en ekkert að frétta af Burks, Styrmir er með hann í rassvasanum. Staðan þegar 8 mín lifa af fjórða er 58-58. Eftir það settu Þór í gír og keyrðu áfram eins og þeir eru búnir að gera í vetur. Styrmir og Adomas settu stórar körfur og Keflavík áttu enginn svör. Þór er Íslandsmeistari 2021 eftir 81-66 sigur á Keflavík.

Tölfræðin lýgur ekki

Þórsarar voru með 29% skotnýtingu eftir fyrsta leikhluta en enduðu í 42% og 41% í þriggja á móti 13% hjá Keflavík. Bekkurinn hjá þór skilaði líka fleirri stigum eða 19 á móti 3 hjá kelfavík. Var þar Davíð konungur með 15 stig

Atkvæðamestir

Hjá Keflavík dró Milka vagninn og virtist vera eini sem hafði fengið sér morgunmat í morgun og var þeirra langbesti maður og skilaði 32 stigum og 12 fráköstum og 32 í framlag næstur kom Dean 15 stig og 26 í framlag.

Hjá Þór var Drungilas stigahæstur með 24 stig og 11 fráköst og 28 í framlag. Larry Thomas átti líka stórleik og var með þrefalda tvennu 12 fráköst, 11 stoðsendingar og 11 stig og 24 í framlag.

Hvað svo

Þórsarar fagna íslandsmeistaratitli þeim fyrsta í sögunni eftir lengsta tímabil sögunnar. Nú förum við í sumarfí og sjáumst næsta vetur. Til hamingju Þór!

Umfjöllun, viðtöl / Magnús Elfar

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)