Phoenix Suns lögðu Denver Nuggets í nótt í fjórða leik liðanna í undanúrslitum vesturstrandar NBA deildarinnar, 125-118.

Sigurinn sá fjórði í röð fyrir Suns og með honum sópuðu þeir Nuggets út úr úrslitakeppninni. Í næstu umferð munu þeir mæta sigurvegara einvígis LA Clippers og Utah Jazz.

Suns leiddu leik næturinnar allan tímann, þó aldrei með meira en 16 stigum, svo að Nuggets voru allt eins líklegir til þess að komast inn í leikinn allt fram til lokakaflans.

Atkvæðamestur fyrir Suns í leiknum var Devin Booker með 34 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrir Nuggets var það Nikola Jokic sem dró vagninn með 22 stigum, 11 fráköstum og 4 stoðsendingum, en hann lék aðeins 28 mínútur í leiknum áður en hann var rekinn útaf.

Það helsta úr leik Suns og Nuggets:

Úrslit næturinnar:

Milwaukee Bucks 96 – 107 Brooklyn Nets

Einvígið er jafnt 2-2

Phoenix Suns 125 – 118 Denver Nuggets

Suns fara áfram 4-0