Sólrún Inga heim í Hafnarfjörðinn

Haukar hafa samið við bakvörðinn Sólrúnu Ingu Gísladóttur um að leika með liðinu næstu þrjú tímabil. Sólrún kemur til liðsins frá Coastal Georgia Mariners í bandaríska háskólaboltanum. Síðast var Sólrún með Haukum á Íslandi tímabilið 2016-17, en allar götur síðan þá var hún með Mariners. Sólrún á eftir að auka við ógn Haukakvenna fyrir utan þriggja stiga línuna, í háskóla skilaði hún 10 stigum og 4 fráköstum að meðaltali í leik og var með um 40% þriggja stiga nýtingu.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Hauka og Sólrún Inga Gísladóttir hafa gert með sér samkomulag um að Sólrún spili með Haukum á næstu leiktíð í efstu deild kvenna. Samningurinn við Sólrúnu gildir til þriggja ára.Sólrún er uppalin í Haukum og spilaði með liðinu í efstu deild tímabilið 2016-2017 Eftir það hélt hún til Bandaríkjanna þar sem hún stundaði nám og spilaði með Costal Georgia. Hjá Georgia liðinu var Sólrún að skila tæpum 10 stigum í leik og tæpum 4 fráköstum. Sólrún er flott skytta og var með um 40% hitttni fyrir utan þriggja stiga línuna.Haukar fagna því að fá Sólrúnu aftur til leiks og hlakka til að sjá hana í rauðu á ný.