Þór tryggði sér í gærkvöldi sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í efstu deild karla eftir sigur á Keflavík í lokaúrslitum, 3-1. Eins og tilefnið bar til fögnuðu leikmenn, forráðamenn og stuðningsmenn liðsins þessu vel. Hér fyrir neðan má sjá trylltan klefafögnuð Þórsara og hvernig stemmingin var stuttu eftir það í pottinum við íþróttamiðstöðina í Þorlákshöfn sem blaðamaðurinn Arnar Þór Ingólfsson birti á samfélagsmiðlum seint í gær.