Annar leikur úrslitaeinvígis Keflavíkur og Þórs Þ fór fram í kvöld. Þar náði Keflavík að minnka muninn í einvíginu með góðum 97-83 sigri á Þór.

Eftir sigur Keflavíkur er staðan í einvígnu 2-1 fyrir Þórsurum sem geta enn tryggt Íslandsmeistaratitilinn með einum sigri enn. Á sama tíma getur Keflavík jafnað einvígið og tryggt sér oddaleik í fjórða leik einvígisins.

Fjórði leikur liðanna fer fram næsta föstudag 25. júní í Þorlákshöfn.

Úrslit kvöldsins

Dominos deild karla:

Keflavík 97-83 Þór Þ

Þór Þ leiðir einvígið 2-1