Landsliðsbakvörðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson hefur samkvæmt heimildum Körfunnar samið við Tindastól um að leika með liðinu á komandi tímabili í efstu deild karla. Arnar kemur til liðsins frá Leyma Coruna úr Leb Oro deildinni á Spáni, en hann fór upphaflega til Real Canoe í þeirri deild frá Grindavík í kringum síðustu áramót.

Arnar hefur áður leikið með Tindastól, en hann var hjá þeim tímabilið 2017-18, þar sem hann skilaði 19 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.