Úrvalsdeildar kvennalið Fjölnis samdi í gær við sjö leikmenn sem munu taka slaginn með liðinu á komandi tímabili með þeim. Fjölnir kom upp í efstu deild fyrir síðasta tímabil og komst á sínu fyrsta tímabili uppi í undanúrslit úrslitakeppninnar. Einhver hugur er í Grafarvoginum, sem á dögunum tryggði sér starfskrafta Dagnýjar Lísu Davíðsdóttur, sem kom til liðsins frá Hamri, en hún hefur á síðustu árum verið í bandaríska háskólaboltanum.

Þær Emma Hrönn, Bergdís Anna, Stefanía, Magga Ósk, Stefanía Tera, Emma Sóldís skrifuðu allar undir áframhaldandi samninga í gær og þá var einnig gerður samningur við Heiði Karlsdóttur, sem er nýr leikmaður.

Tilkynning:

Þessir flottu leikmenn skrifuðu undir samning í gær og taka með okkur slaginn í efstu deild á komandi leiktíð.Frá vinstri: Emma Hrönn, Bergdís Anna, Stefanía, Magga Ósk, Stefanía Tera, Emma Sóldís og nýr leikmaður sem við bjóðum sérstaklega velkominn, Heiður Karlsdóttir.