Njarðvík lagði Grindavík í kvöld í þríframlengdum öðrum leik úrslitaeinvígis liðanna í fyrstu deild kvenna.

Fyrsta leik liðanna hafði Njarðvík unnið með 20 stigum. Eru þær því komnar með tvo sigra á móti engum Grindavíkur og þurfa aðeins einn í viðbót til þess að tryggja sér sæti í efstu deild fyrir næsta tímabil.

Næsti leikur liðanna er komandi sunnudag 6. júní í Njarðtaksgryfjunni.

Úrslit kvöldsins

Fyrsta deild kvenna:

Grindavík 92 – 94 Njarðvík

Njarðvík leiðir einvígið 2-0