Tveir leikir fóru fram í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt.

Í Barclays höllinni í Brooklyn kjöldógu heimamenn í Nets lið Milwaukee Bucks með 49 stigum í öðrum leik liðanna. Nets gerðu það án James Harden sem fór meiddur útaf eftir 46 sekúndna leik í fyrsta leik seríunnar. Atkvæðamestur fyrir þá í leiknum var Kevin Durant með 32 stig og 6 stoðsendingar. Fyrir Bucks var það Giannis Antetokounmpo sem dró vagninn með 18 stigum og 11 fráköstum.

Það helsta úr öðrum leik Bucks og Nets:

Úrslit næturinnar:

Milwaukee Bucks 86 – 125 Brooklyn Nets

Nets leiða einvígið 2-0

Denver Nuggets 105 – 122 Phoenix Suns

Suns leiða einvígið 1-0