Grindavík tekur á móti Njarðvík í HS Orku höllinni í kvöld í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi fyrstu deildar kvenna.

Njarðvík vann fyrstu tvo leiki einvígisins áður en Grindavík vann þann síðasta og er staðan því 2-1.

Þrjá leiki þarf að vinna til að tryggja sig upp um deild.

Leikur dagsins

Fyrsta deild kvenna:

Grindavík Njarðvík – kl. 19:15

Njarðvík leiðir einvígið 2-1