Njarðvík tekur á móti Grindavík í kvöld í þriðja leik úrslitaeinvígis liðanna í fyrstu deild kvenna.

Fyrstu tvo leikina hefur Njarðvík unnið, svo þær þurfa aðeins einn sigur í viðbót til þess að vinna einvígið og tryggja sér sæti í efstu deild.

Fyrsta leikinn vann Njarðvík heima með 20 stigum, en annan leikinn í Grindavík eftir þríframlengdan spennutrylli.

Leikur dagsins

Fyrsta deild kvenna:

Njarðvík Grindavík – kl. 19:15

Njarðvík leiðir einvígið 2-0