Einlæg gleðin skein af hverju andliti íbúa Þorlákshafnar í gærkvöldi er Þór Þ lyfti Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn er liðið tryggði sér sigur í úrslitaeinvígi Dominos deildar karla gegn Keflavík. Eftir nokkuð sannfærandi frammistöðu í leik gærkvöldsins lyfti Þór Þ Sindrastálinu til lofts.

Þetta er í fyrsta sinn sem félagið verður Íslandsmeistari en liðið er byggt að mestu leiti á heimamönnum. Ljósmyndari Körfunnar, Bára Dröfn var á staðnum og náði algjörlega stórkostlegum ljósmyndum af fagnaðarlátum Þórsarar eftir leik í gær.

Nokkrar myndir frá gærdeginum má finna hér að neðan og myndasöfnin í heild.

Myndasafn #1 (Bára Dröfn)

Myndasafn #2 (Atli Már)