Máté Dalmay hefur verið ráðinn nýr þjálfari Hauka í Hafnarfirði, en liðið féll úr Dominos deildinni niður í þá fyrstu á yfirstandandi tímabili. Máté kemur til liðsins frá Hamri í fyrstu deildinni, en áður hefur hann þjálfað Gnúpverja í sömu deild.

Hamar hafnaði í 2. sæti fyrstu deildarinnar á tímabilinu, komust alla leið í úrslitaeinvígið, en voru 2 sigrum gegn Vestra frá því að tryggja sig upp um deild.

Máté tekur við liðinu af Sævaldi Bjarnasyni, sem stýrt hafði Haukum á lokaspretti Dominos deildarinnar eftir að Israel Martin var látinn fara.