Martin Hermannsson og Valencia máttu þola tap í fyrsta leik undanúrslita gegn Real Madrid í dag, 81-70. Real Madrid því komnir með yfirhöndina í einvíginu, 1-0, en aðeins þarf að vinna tvo leiki til að tryggja sér sæti í úrslitunum.

Á tæpum 16 mínútum spiluðum skilaði Martin 11 stigum, 2 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta, en hann var ásamt Louis Labeyrie stigahæstur í liði Valencia í leiknum.

Tölfræði leiks