Lovísa Björt Henningsdóttir hefur framlengt samningi sínum við Hauka og mun hún leika með liðinu næstu árin. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag. Lovísa skilaði 7 stigum, 4 fráköstum og vörðu skoti að meðaltali í leik fyrir Hauka á síðasta tímabili, en þar fór liðið alla leið í úrslitaeinvígið.

Tilkynning:

Lovísa Björt Henningsdóttir og körfuknattleiksdeild Hauka hafa komist að samkomulagi um að Lovísa spili með liðinu næstu árin. Lovísa var 6.8 stig, 4.2 fráköst og 1.2 varin skot að meðaltali í leik á síðustu leiktíð og var gríðarlega öflug í vörn Haukanna. Haukum hlakkar til að halda áfram samstarfinu við Lovísu. Áfram Haukar