Ægir Þór Steinarsson og Hlynur Bæringsson bjóða aftur uppá körfuboltaakademíu í sumar, frá 28. júní til 2. júlí og frá 3. ágúst til 13. Ágúst. Akademían var í fyrsta skipti í fyrra og tókst frábærlega til, mikið af krökkum úr mörgum mismunandi liðum tóku þátt. Eins og í fyrra verður mikið um heimsóknir frá bæði landsliðs og atvinnufólki í körfubolta auk þess sem Ægir og Hlynur fá færa þjálfara til að koma og þjálfa með þeim.

Hægt er að skrá sig viku fyrir viku en fyrir þá metnaðarfyllstu er einnig boðið uppá þriggja vikna prógram. Fyrir stelpur og stráka úr öllum liðum, frá 9-15 ára.

Skráning fer fram hér

Akademían er svo heppin að vera í samstarfi við Sportvörur og fást þar allskonar tæki og tól til að gera allar æfingar meira krefjandi. Æfingatækin er hægt að skoða í búðinni þeirra á Dalvegi 32a.