Einn leikur fór fram í undanúrslitum vesturstrandar NBA deildarinnar í nótt.

Í Staples höllinni í Los Angeles minnkuðu LA Clippers muninn í einvígi sínu gegn deildarmeisturum Utah Jazz, 106-132. Atkvæðamestur fyrir Jazz í leiknum var Donovan Mitchell með 30 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Í liði Clippers var Kawhi Leonard bestur með 34 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar. Þá munaði einnig miklu um framlag Paul “Pandemic” George fyrir Clippers í leiknum, en hann skilaði 31 stigi og 5 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Jazz og Clippers:

Úrslit næsturinnar

Utah Jazz 106 – 132 LA Clippers

Jazz leiða einvígið 2-1