Bakvörðurinn Júlíu Orri Ágústsson mun halda vestur um haf til Bandaríkjanna fyrir næsta tímabil og leika með Caldwell University Cougars í bandaríska háskólaboltanum. Staðfesti leikmaðurinn þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag. Cougars eru í 2. deild háskólaboltans og leika í Central Atlantic hluta deildarinnar, en skólinn er staðsettur í New Jersey ríki.

Júlíus Orri er 19 ára gamall og að upplagi úr Þór Akureyri, þar sem hann hefur leikið allan sinn feril til þessa. Þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki 82 leiki fyrir meistaraflokk Þórs, en hann lék sinn fyrsta leik með þeim aðeins 14 ára gamall tímabilið 2016-17. Þá hefur hann einnig verið hluti af öllum yngri landsliðum Íslands.

Þrátt fyrir að hafa verið að koma úr meiðslum nú undir lok þessa tímabils skilaði Júlíus Orri 11 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í 8 leikjum fyrir Þór á þessu tímabili.