Tindastóll hefur samið við Bandaríkjamanninn Javon Bess um að leika með liðinu á komandi tímabili í úrvalsdeild karla. Javon er 198 cm, 25 ára gamall bakvörður/framherji sem kemur til liðsins frá Erie BayHawks úr þróunardeild NBA deildarinnar, en þar áður var hann í bandaríska háskólaboltanum með St. Louis Billikens. Þar var hann liðsfélagi Þórsarans Ingva Guðmundssonar árið 2018. Áður en hann fór til St. Louis var hann tvö tímabil hjá stórliði Michigan State Spartans í bandaríska háskólaboltanum.

Tilkynning:

Körfuknattleikisdeild Tindastóls hefur samið við Bandaríkjamannin Javon Bess um að leika með líðinu næsta tímabil 2021-2022 Javon er 25 ára gamall framherji (G/F) 198cm á hæð Javon lék til 2019 með St. Louis háskólanum í Atlantic 10 háskóla deildinni sem er mjög sterk 1 deildar háskóladeild í NCAA. Javon Bess tók þátt í NBA nýliðavali 2019 en var ekki valinn. Stjórn vonast til að Javon komi til landsins í ágúst en aldrei að vita hvað ferðatakmarkanir í Bandaríkjunum muni hafa áhrif þegar líður nær hausti. Stjórn er spennt eftir að sjá Javon sprikla á parketinu í Síkinu.