Íslandsmeistarar Vals sömdu í dag við ellefu af leikmönnum sínum fyrir næsta tímabil. Þær Aníta Árnadóttir, Ásta Júlía Grímsdóttir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Elísabet Róbertsdóttir, Guðbjörg Sverrisdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Ingunn Bjarnadóttir, Lea Gunnarsdóttir, Sara Líf Boama og Tanja Árnadóttir munu allar vera með liðinu sem freistar þess að verja titilinn á næsta tímabili

Þá tilkynnti félagið einnig að þær muni tefla fram b liði í fyrstu deildinni, en fordæmi eru fyrir slíku þar sem á síðasta tímabili var Fjölnir með B lið í fyrstu deildinni og tímabilið á undan var Keflavík með einnig með b lið.

Tilkynning:

Fallegur og sólríkur dagur á Hlíðarenda í dag og var penninn á lofti innandyra. Frábært að halda kjarnanum frá síðasta tímabili og erum við öll spennt fyrir komandi tímabili. Valur mun tefla fram liði í úrvalsdeild en einnig liði í 1. deildinni (B-lið).


Á myndinni má sjá leikmenn sem staðfest er að leiki með liðinu á komandi tímabili ásamt Ólafi Jónasi Sigurðssyni þjálfara.


Leikmennirnir eru: Aníta Árnadóttir, Ásta Júlía Grímsdóttir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Elísabet Róbertsdóttir, Guðbjörg Sverrisdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Ingunn Bjarnadóttir, Lea Gunnarsdóttir, Sara Líf Boama og Tanja Árnadóttir.


Spennandi tímar framundan á Hlíðarenda!