Þór tekur á móti Stjörnunni í kvöld í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Dominos deild karla.

Liðin hafa skipt með sér sigrum í fyrstu tveimur leikjunum, þar sem að Stjarnan vann fyrsta í Þorlákshöfn, en annan leikinn vann Þór í Garðabæ.

Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í úrslitaeinvígið, þar sem að annaðhvort KR eða Keflavík verður andstæðingurinn.

Leikur dagsins

Dominos deild karla:

Þór Stjarnan – kl. 20:15

Einvígið er jafnt 1-1