Hrunamenn sömdu við níu leikmenn

Lið Hrunamanna í fyrstu deild karla gekk frá samningum við níu leikmenn fyrir komandi tímabil. Dagur Úlfarsson, Kristófer Tjörvi Einarsson, Eyþór Orri Árnason, Hringur Karlsson, Páll Magnús Unnsteinsson, Orri Ellertsson, Aron, Ernir Ragnarsson, Þórmundur Smári Hilmarsson og Óðinn Freyr Árnason skrifuðu allir undir, en þeir léku allir með liðinu á nýliðnu tímabili í deildinni.

Tilkynning:

Hrunamenn hafa tryggt sér þjónustu leikmanna sem mynda munu kjarna karlaliðs félagsins í 1. deildinni á næstu leiktíð. Í síðustu viku skrifuðu þessir 9 leikmenn undir samning við félagið:


Dagur Úlfarsson
Kristófer Tjörvi Einarsson
Eyþór Orri Árnason
Hringur Karlsson
Páll Magnús Unnsteinsson
Orri Ellertsson
Aron Ernir Ragnarsson
Þórmundur Smári Hilmarsson
Óðinn Freyr Árnason

Allir hafa þeir alist upp í félaginu nema Kristófer Tjörvi sem er frá Stykkishólmi og allir léku þeir með liðinu á síðustu leiktíð. Það er öllum í félaginu, iðkendum á öllum aldri og öðru stuðningsfólki, mikils virði að þessir ungu og efnilegu leikmenn og góðu fyrirmyndir velji að læra og eflast sem körfuboltamenn í félaginu og spila fyrir það. Áfram Hrunamenn!

Mynd / Hrumamenn FB (á hana vantar Dag Úlfarsson)