Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson mun leika með Njarðvík á næsta tímabili í efstu deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í kvöld.

Haukur Helgi kemur til liðsins frá Morabanc Andorra í ACB deildinni á Spáni, en áður hefur hann leikið með Nanterre í Frakklandi, Unics Kazan í Rússlandi, Cholet í Frakklandi og fleiri liðum á meginlandinu. Síðast þegar að Haukur Helgi lék á Íslandi var hann einnig í Njarðvík tímabilið 2015-16.