Grindavík lagði Njarðvík í kvöld í fjórða leik úrslitaeinvígis liðanna í fyrstu deild kvenna, 67-64.

Njarðvík vann fyrstu tvo leiki einvígisins áður en Grindavík vann þann síðasta og var staðan því 2-1 fyrir leik kvöldsins.

Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig upp í efstu deild, en oddaleikurinn verður í Njarðvík komandi laugardag 12. júní

Leikur dagsins

Fyrsta deild kvenna:

Grindavík 67 – 64 Njarðvík

Einvígið er jafnt 2-2