Grindavík lagði heimakonur í Njarðvík í kvöld í þriðja leik úrslitaeinvígis liðanna í fyrstu deild kvenna, 63-68.

Fyrsta leikinn vann Njarðvík heima með 20 stigum, en annan leikinn í Grindavík eftir þríframlengdan spennutrylli, en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer upp um deild.

Næsti leikur liðanna er komandi miðvikudag 9. júní í Grindavík

Úrslit kvöldsins

Fyrsta deild kvenna:

Njarðvík 63 – 68 Grindavík

Njarðvík leiðir einvígið 2-1