Metaðsókn var í Gatorade búðirnar sem fram fóru frá 14.-17. júní síðastliðnum í Origo höll Vals að Hlíðarenda. Var þetta í 20. skipti sem búðirnar voru haldnar, en þær fóru fyrst fram árið 2001. Yfirþjálfari og skipuleggjandi búðanna þetta árið var líkt og áður Ágúst Björgvinsson, en honum til halds og trausts voru fjölmargir aðrir þjálfarar.

Í færslunni hér fyrir neðan er hægt að sjá hverjir unnu sér inn verðlaun með frammistöðu í búðunum, en samkvæmt skipulagi var þeim skipt upp í þrjá hluta NBA / East & West og WNBA, en bestu leikmenn búðanna þetta árið voru Ingibjörg Svaladóttir, Jakob Kári Leifsson, Birkir Hrafn Eyþórsson og Kolbrún María.